Harpan

image title here

Frostverk fékk mikið að gera við innréttingar í Hörpuna. Fyrst má nefna Munhörpuna á 1. hæð og svo Kolabrautina á 4.hæð. Einnig voru smíðaðir 40 barir á hjólum sem standa vítt og breytt um Hörpuna og er raðað upp á mismunandi hátt eftir því sem aðstæður leifa.

skrifað þann 01/10/2011

Flugstöð Leifs Eiríkssonar lokið

Lokið var við lokafrágang á tveimur börum á efri og neðri hæð í nýja hluta Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkrar myndir af börunum en þeir eru eins á báðum hæðum.

skrifað þann 29/08/2005

HTH eldhús opnar sýningarsal

Föstudaginn 11 febrúar opnaði HTH eldhús nýjan sýningarsal formlega í húsi Bræðranna Ormson. Í salnum sýna þeir ýmsar lausnir í hönnun eldhúsa og eru stálborð frá Frostverk þar á meðal.

Frostverk vill þakka HTH eldhús fyrir samstarfið auk þess sem við viljum óska þeim til hamingju með þennan áfanga.

skrifað þann 16/02/2005

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Um þessar mundir er Frostverk að smíða tvær nýjar veitingasölur fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Staðsetning þessara veitingasala er í nýja hluta flugstöðvarinnar, annars vegar á efri hæð og hins vegar á neðri hæð. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar verið var að fara með innréttingar inn á neðri hæð flugstöðvarinnar.

Verkefni þetta er unnið í samvinnu við Jóhann Ólafsson ehf

skrifað þann 04/02/2005

Selfossbíó opnar

Laugardaginn 11. desember 2004 opnuðu þeir Magnús Ninni og Einar Einarsson Selfossbíó sem er staðsett í hótelinu á Selfossi.

Sælgætissala bíósins var smíðuð af Frostverki og viljum við þakka þeim félögum fyrir samstarfið sem hefur gengið vel.

Frostverk óskar Magga og Einari ásamt aðstandendum þeirra til hamingju með áfangann. Hafir þú áhuga að kynna þér nánar hvað fram fer í bíóinu getur þú smellt á www.selfossbio.is

skrifað þann 13/12/2004

HTH eldhús

HTH eldhús eru um þessar mundir að opna nýjan sýningarsal fyrir heimiliseldhús í húsi Bræðranna Ormsson í Lágmúla. Frostverk hefur verið boðið að smíða borðplötur fyrir uppvask og á eldunareyju þar sem einnig er hægt að sitja við.

Meira verður birt um þetta seinna eftir að staðurinn hefur verið opnaður.

skrifað þann 06/12/2004